Mælifellskirkja fær heitt vatn
Fyrr í vetur urðu þau tímamót í sögu Mælifellskirkju í fyrrum Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði að heitt vatn var lagt í hana og rafmagnskynding lögð af í kjölfarið.
Að sögn séra Ólafs Hallgrímssonar fyrrum sóknarprests Mælifellsprestakalls kostaði þetta talsvert átak fyrir fámennan söfnuð en var jafnframt stór dagur í sögu kirkjunnar. –Þetta er gjörbreyting. Nú er mikill og jafn hiti í kirkjunni en það var alltaf dálítill barningur að koma hita í kirkjuna og oft notaðir hitablásarar til að kynda upp fyrir athafnir, segir Ólafur.
Ekki er algengt að litlar sveitakirkjur landsins séu tengdar hitaveitu en Mælifellskirkja nýtur góðs af hitaveituvæðingu Skagafjarðaveitna sem hefur tengt flesta bæi héraðsins þessari auðlind landsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.