Maddömurnar taka yfir Aðalgötu 16b

Byggðaráð hefur samþykkt að leigja hópi kvenna á Sauðárkróki sem kalla sig Maddömurnar húsið að Aðalgötu 16b sem daglega er kallað svarta húsið.

Leiguna munu konurnar greiða með endurbótum á húsinu í samráði og samstarfi við Húsafriðunarnefnd, sveitarfélagið og byggðasafnið. Var leyft án skuldbindinga fyrir sveitarfélagið. Maddömurnar hafa í tvígang haldið markað í Svarta húsinu þar sem þær hafa boðið gestum og gangandi upp á hressingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir