Maddömukot skal húsið heita

Maddömur á sumardaginn fyrsta

Maddömurnar á Sauðárkróki hafa fengið húsið sem gengið hefur undir nafninu Svarta húsið á Sauðárkróki undir sína starfsemi gáfu því nýtt nafn og kalla það Maddömukot.

 

 

 

 

Maddömukot verður opið á morgun 17. júní og  þar verður haldin ljósmyndasýning og markaður. Búið er að hengja upp gamlar myndir sem sýna á skemmtilegan hátt mannlífið í Skagafirði á árum áður og má sjá mörg þekkt andlit fólks sem flestir muna eftir svo og hús sem hafa tekið breytingum eða eru alveg horfin.

 

Þessi forláta glös verða til sölu hjá Maddömunum

Meðal þess sem boðið verður til kaups á markaðnum eru glæsileg glös til styrktar þakviðgerðum á Maddömukoti en það mun vera orðið svo lélegt að fuglar hræðast að setjast á það.

 

 

 

 

Fólk er kvatt til að kíkja á maddömurnar á morgun og fá sér eitt glas eða svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir