Lóuþrælar fara á flug

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra er vinna að metnaðarfullu verkefni á starfsárinu 2010. Söngskrá kórsins heitir “ Í Vesturveg ” og er vegna væntanlegrar ferðar kórsins til Kanada í sumar, en kórinn verður fulltrúi Íslands í hátíðarhöldum á íslendingardögum vestra.
Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson. Undirleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir.

Lóuþrælar halda þrjár söngskemmtanir á næstu vikum.

Sú fyrsta verður í Blönduóskirkju fimmtudaginn 18. mars kl. 21:00

Næsta söngskemmtun verður í Sal frímúrara á Sauðárkróki, fimmtudaginn 8. apríl.

Vortónleikar Lóuþræla verður svo í Félagsheimili Hvammstanga 21. apríl, sem er síðasti vetrardagur.

Allir tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Aðgangseyrir er 2000 krónur (ekki posi)

Í tilkynningu frá kórnum segir; -Það er ánægja okkar og gleði, að flytja gestum okkar  vandaða dagskrá og vonum við að sem flestir komi til að njóta stundarinnar með okkur.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir