Lögreglan leggur hald á fíkniefni

Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði í gærkveldi ferð ökumans á þrítugsaldri sem var á leið í gegn um umdæmið. Við leit í bifreið mannsins kom í ljós að fíkniefni voru falin í áldós sem í fyrstu leit út eins og venjuleg gosdós. Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn var með tíu slíkar dósir meðferðis ásamt bókum sem búið var að útbúa í leynihólf.

Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Sauðárkróki til yfirheyrslu  og telst málið  upplýst.  Maðurinn má einnig búast við kæru fyrir að aka undir áhrifum fíkniefnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir