Lionskonur með frábært styrktarkvöld

Í gær komu konur úr Lionsklúbbnum Björk á Sauðárkróki ásamt Geirmundi Valtýs og Jóa trommara í Nýprent með afrakstur styrktarkvöldsins sem haldinn var á Mælifelli fyrir skömmu en hann rennur óskiptur til Þuríðar Hörpu.

Eins og áður hefur komið fram gáfu allir vinnu sína sem að styrktarkvöldinu stóðu og Mælifell stóð þeim til boða endurgjaldslaust ásamt dyravörslu. Alls söfnuðust 375600 krónur bæði af balli og súpukvöldi sem var lokað skemmti og súpukvöld fyrir Lionsklúbbana á Sauðárkróki og maka þeirra en það var haldið fyrr um kvöldið. Ballið var fjölmennt en um 230 miðar seldust og héldu þeir Geiri og Jói uppi dúndurstuði langt fram á nótt.

Þuríður Harpa tók við styrknum með þakklæti og sagði að þar væri kominn góður sjóður upp í næstu ferð sem farin verður í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir