Lína langsokkur slær í gegn
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
23.03.2010
kl. 12.10
Það hefur verið mikið um að vera í Bifröst á Sauðárkróki undanfarið enda hefur hin uppátækjasama Lína Langsokkur skemmt ungum sem öldnum með skemmtilegheitum sínum. Aukasýning verður á morgun.
Í dag ætlar Lína að stíga tvisvar á stokk klukkan 17:00 og 20:00 og er uppselt á fyrri sýninguna. Á morgun miðvikudag verður aukasýning kl. 17:00.
Þeir sem ekki hafa farið og upplifað ævintýri með Línu í Bifröst er ráðlagt að hugsa sig ekki lengi um og panta miða í síma 453-5216 frá kl. 14:00 - 19:30.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.