Lína langsokkur mætt í Bifröst
10. bekkur Árskóla frumsýnir í dag, fimmtudaginn 18. mars, barnaleikritið Lína langsokkur eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Leikritið verður í fullri lengd. Allir kannast við hina óborganlegu Línu og uppátæki hennar á Sjónarhóli.
Allir nemendur 10. bekkjar koma að sýningunni, sumir sem leikarar, aðrir hafa hlutverk á bakvið tjöldin s.s. sviðsmenn, smiðir og miðasölufólk, nokkrir sjá um förðun, leikmuni, búninga og hárgreiðslu eða sinna tæknimálum og sjá um ljós og hljóð.
Allur ágóði af sýningunum rennur í ferðasjóð 10. bekkinga, en stefnt er á Danmerkur- og Svíþjóðarferð í vor.
Sýningar verða í Bifröst sem hér segir (Miðapantanir í síma 453-5216):
Fimmtudagur 18. mars kl. 17:00 (forsýning) og 20:00 (frumsýning) (miðapantanir kl. 14:00-20:00).
Föstudagur 19. mars kl. 17:00 (miðapantanir kl. 14:00-17:00).
Sunnudagur 21. mars kl. 14:00 og 16:30 (miðapantanir kl. 12:00-14:00).
Mánudagur 22. mars kl. 17:00 (miðapantanir kl. 14:00-17:00).
Þriðjudagurinn 23. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00)
Miðaverð:
5 ára og yngri kr. 500,-
Grunnskólanemendur kr. 1000,-
Fullorðnir kr. 1500,-
Ekki er tekið við greiðslukortum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.