Leikfélagið í íþróttahúsinu
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
22.04.2010
kl. 13.45
Leikfélag Sauðárkróks verður með bás á sýningunni Skagafjörður 2010-Atvinna, mannlíf og menning sem að er haldin helgina 24.-25.apríl. Þar verður hægt að nálgast miða á sýninguna Fólkið í blokkinni.
Leikfélag Sauðárkróks og Ólafshús bjóða nú saman leikhúsmiða á Fólkið í blokkinni og þriggja rétta máltíð á einungis 4000 krónur íslenskar, sem ku vera kostaboð.
Þetta er auðvitað alveg tilvalið fyrir fyrirtæki, saumaklúbba og aðra hópa sem vilja gera sér og sínum glaðan dag, fá góðan mat og skemmtilega sýningu á eftir fyrir ekki meiri pening.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.