Leið vill Svínavatnsleið í aðalskipulag

Frá Blönduósi  Mynd: Jón Guðmann

Leið hefur hefur sent Blönduósbæ erindi þar sem óskað er eftir því að  gert verði ráð fyrir Svínavatnsleið í aðalskipulagi Blönduóssbæjar sem nú er í vinnslu. Hugmyndir Leiðar gera ráð fyrir að þjóðvegur eitt fari um Svínavatnsleið en ekki í gegnum Blönduós.

Bæjarráð  Blönduós hafnaði á fundi sínum  erindinu og telur að umrædd leið sé á engan hátt forgangsverkefni við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bæjarráð fullyrðir að mörg brýnni samgöngumál séu til staðar bæði innan héraðsins sem og á landsvísu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir