Laggt á ráðin með framhald sundlaugarbyggingar
Bæjarstjórn Blönduóssbæjar hefur samþykkt að fela framkvæmdahópi um byggingu sundlaugar framkvæmd á öðrum áfanga byggingar sundlaugar. Nefndin ræddi, á fundi sínum í síðustu viku, um með hvaða hætti staðið verði að þeirri framkvæmd. Tæknideild lagði fram drög að verkáætlun ásamt tímaplani.
Samþykkt var að ganga til viðræðna við eftirtalda aðila um einstaka verkþætti:
Trésmíði: Krákur ehf.
Trésmíði: Stígandi ehf.
Pípulagnir: Pípulagnaverktakar og N1píparinn
Stálvirki: Léttitækni ehf.
Rafmagn: Rafþjónusta H.P. ehf.
Málarar: Maggi málari/Jón Jóhanns/Kristján Péturs
Loftræstilagnir: Vélsmiðja Alla ehf.
Nefndin stefnir að því að niðurstöður viðræðna liggi fyrir eftir viku.
Næstu skref nefndarinnar eru að vinna samkvæmt verkplani og tryggja eðlilega framvindu verksins, fá tilboð í flísalagnir á pottum og sundlaug þ.e. vinna og efni, afla tilboða í einstaka efnisþætti, bjóða út girðingu við sundlaug og jarðvegsskipta lóð við sundlaug vegna lóðarfrágangs.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.