Kynning á námsframboði Keilis í FNV á Sauðárkróki

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, verður með kynningu á námsframboði skólans í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki í dag og hefst hún klukkan 11. Kynningin fer fram í aðalbyggingu Fjölbrautaskólans og er öllum opin.

Kynnt verður námsframboð á haustönn 2010, meðal annars orkutæknifræði, mekatróník, ÍAK einkaþjálfun, ÍAK íþróttaþjálfun, flugnám, flugþjónustunám, flugrekstrarfræði og flugumferðarstjórn. Keilir er á Ásbrú sem er gamla herstöðin í Reykjanesbæ en þar stunda í dag yfir 600 nemendur nám og um 1900 manns búa í nemendaíbúðum á Ásbrú. Íbúðirnar eru mjög stórar og ódýrar og njóta vinsælda hjá nemendum við Keili og við háskólana í Reykjavík. 

-Keilir býður uppá fjölbreytt nám í fjarnámi og staðnámi og leggur áherslu á að kenna hagnýtt nám sem skilar fólki tilbúnu í atvinnulífið, segir Arnbjörn Ólafsson, brottflutur Króksari en hann er einn af þeim sem stendur að kynningunni.

Fyrir áhugasama verður auk þess flugvél úr Flugakademíunni til sýnis á Alexandersflugvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir