Króksþrif stækkar við sig
Nú nýverið fékk Króksþrif afhenda öflugustu djúphreinsivél sem Nilfisk framleiðir, MX 585 Multi. Króksþrif er því fyrsta fyrirtækið á íslandi sem fær þessa "multi" útgáfu afhenda.Vélin er m.a. hönnuð fyrir Steinteppaþrif, Teppahreinsun, hreinsun Epoxy gólfa, Flísa- og fúguhreinsun svo eitthvað sé nefnt.
Með MX vélinni fást að jafnaði 30% meiri afköst en með hefðbundum þrifum og því mun ódýrari
kostur fyrir viðskiptavini en áður hefur þekkst. Með tilkomu á þessari vél getur Króksþrif boðið upp alla þjónustu
varðandi ræstingar og þrif með skjótum hætti að undanskildum ísþvotti. Hins vegar getur Króksþrif boðið upp á ísþvott með nokkura daga fyrirvara.
Því má segja að Króksþrif getur í dag boðið upp á allar tegundir ræstinga fyrir heimili, félög, stofnanir og fyrirtæki.
Króksþrif er eina fyrirtækið á Norðvesturlandi sem getur boðið upp á Steinteppahreinsun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.