Krákur kærir Blönduósbæ

Guðmundur Ágústsson, hrl, hefur fyrir hönd Kráks ehf lagt fram stjórnsýslu kæru á hendur Blönduósbæ vegna þeirrar ákvörðunar bæjarins að hafna tilboði Kráks ehf. í 2. áfanga sundlaugarbyggingar á Blönduósog fela þess í stað  tæknideild bæjarins að framkvæma verkið með aðstoð verktaka á svæðinu.
Krákur ehf. telur að bæjarstjórnin hafi með þessari ákvörðun farið út fyrir verksvið sitt og að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið ákvörðun bæjarins. 

Kæra Kráks var lögð fram til kynningar á bæjarráðsfundi á Blönduósi í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir