Kornræktarfélag stofnað í Vestur Hún
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
27.05.2009
kl. 09.55
Nýtt félag, Húnakorn ehf, hefur verið komið á laggirnar í Vestur Húnavatnssýslu. Er því ætlað að kaupa- og reka vélar til kornræktar en kornrækt er stunduð á yfir tíu jörðum í V-Hún.
Óskaði félagið eftir fjárstyrk frá byggðaráði Húnaþings vestra sem samþykkti að vísa erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2009.
Alls eru stofnfélagar Húnakorns fimmtán talsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.