Komið að skeggsnyrtingu Veitumanna

Í síðasta Feyki var sagt frá mottusöfnurum Skagafjarðaveitna þar sem þeir eru þátttakendur í Mottu-mars, keppni Krabbameinsfélagsins. Skrifstofudaman snyrti motturnar í vikunni.

Starfsmenn Skagafjarðaveitna sem taka þátt í Mottu-mars kalla sig Veitumenn í keppninni og í kynningu liðsins segir að þeir séu allir starfsmenn Skagafjarðarveita ehf utan einn sem vex ekki skegg. Sá mun hins vegar sjá til þess að mottur hinna líti sómasamlega út enda með próf í skeggsnyrtingu. Sá lét ekki sitt eftir liggja og mætti með rakvélina í vinnuna og snyrti motturnar í einum kaffitímanum. Ekki var annað að sjá en karlpeningurinn væri sérstaklega ánægður með störf skrifstofudömunnar að þessu sinni.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir