Karlakórinn Heimir gerði góða ferð suður yfir heiðar

Heimismennn fóru í sína seinni tónleikahrinu með Karlakór Reykjavíkur um síðustu helgi sem bar yfirskriftina Tveir góðir saman, þar sem Langholtskirkja var þétt setin á báðum tónleikunum.

Á leið sinni suður gerði kórinn stans í Borgarnesi og söng í kirkjunni fyrir fullu guðshúsi og meðal annars var lagið Undir bláhimni sungið til heiðurs Páli Brynjarssyni hinum skagfirska bæjarstjóra heimamanna.

Í Langholtskirkju Reykvíkinga sungu karlakórarnir Heimis og Reykjavíkur og var kirkjan tvífyllt en söngskráin var sú sama og fyrir viku hér norðanlands. Þótti mörgum sem hápunkti tónleikanna hafi náðst er kórarnir sungu saman í kórdyrum þrjú lög en eitt þeirra var Brennið þið vitar sem þykir magnað karlakórslag og hvað þá er tveir karlakórar þenja raddböndin.

Nánar er hægt að lesa um ferðir Heimis á heimasíðu þeirra Heimir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir