Karfan með sumaræfingar fyrir eldri iðkendur
Unglingaráð Tindastóls í körfubolta mun þetta sumarið í fyrsta skipti bjóða upp á markvisst sumarprógram fyrir eldri krakka en þá sem eru í Sumar TÍM. Hefjast æfingarnar í dag.
Flokkaskipting verður með þessum hætti:
7. – 8. bekkur stráka þjálfari Ingvi Guðmundsson, æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.30 - 20.30.
7. – 10. bekkur stúlkna þjálfari Sigríður Inga Viggósdóttir, æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 19.30 - 20.30.
Æfingagjöld verða kr. 11.500 fyrir júní, júlí og ágúst og verða sendir út greiðsluseðlar í kring um 20. júní. Að venju er boðið upp á systkinaafslátt 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja.
Tvær æfingar verða í viku í júní, en áformað að fjölga þeim í þrjár þegar nær dregur unglingalandsmótinu. Þær verða svo aftur tvær í ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.