Kaffi Krókur opnar á ný
feykir.is
Skagafjörður
16.06.2009
kl. 15.38
Á þjóðhátíðardaginn verður Kaffi Krókur opnaður almenningi á ný en hann var byggður upp frá grunni eftir bruna á síðasta ári. Kaffihlaðborð verður í boði í gamla góða stílnum og munu Maddömurnar verða gestum til aðstoðar og ganga um beina.
Klukkan 16 verður tilkynnt úrslit í hugmyndasamkeppni um notkun austari helmings hússins og má segja að spennandi verður að vita hve hugmyndaríkt fólk hefur verið í þeim efnum.
Kaffi Krókur verður aðallega rekinn sem kaffihús en hugmyndir eru uppi að glæða húsið léttri pöbbastemningu um helgar en einnig er fullbúið eldhús á staðnum svo hægt verður að fá sér matarbita.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.