Jón sterki Bjarnason - Eftir Sigurjón Þórðarson

Sigurjón Þórðarson

Það er örugglega leitun í mannkynssögunni að stjórnmálaafli sem hefur étið jafn mikið ofan í sig og Vinstri grænir. Það er ekki eitt, heldur nánast allt, Icesave, Evrópusambandið og það að taka föstum tökum á spillingunni. 

 

 

 

 

 

Jón Bjarnason talaði gleiður fyrir kosningar um gjörbreytta fiskveiðistjórn og frjálsar handfæraveiðar en núna þegar hann er kominn í stjórn er afraksturinn af stóru orðunum rýr í roðinu. Leyfðar hafa verið handfæraveiðar með miklum takmörkunum til eins árs, þær eru ekki frjálsari en svo að magnið verður brot af því sem veiddist á handfæri þegar raunverulegt frelsi ríkti.

Þegar sjávarútvegsráðherra er spurður út í hvort leyfa eigi auknar veiðar leitar hann í skjól fiskifræðinganna og þykist stikkfrír. Þegar hann er spurður út í hvað dvelji innköllun aflaheimilda leitar hann í skjól nefndar hagsmunaaðila sem vitað er að ekki vilja breytingar.

 

Sjávarútvegsráðherrann sem var svo ægilega sterkur fyrir kosningar virðist þrotinn að kröftum og þori þegar á hólminn kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir