Jón og Jakob vilja stýra nýjum skóla
Tveir Skagfirðingar eru á meðal þrjátíu umsækjendur um stöðu skólastjóra í samreknum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í Úlfarsárdal sem tekur til starfa í haust. Eru það þeir Jakob Frímann Þorsteinsson á Sauðárkróki og Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri Grunnskólans Austan Vatna.
Umsóknarfrestur rann út fyrir helgi og sóttu 23 konur um stöðuna og sjö karlar.
Nýr skóli í Úlfarsárdal mun rúma allt skólastarf fyrir börn á aldrinum eins árs til tólf ára; leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili. Með þessu fyrirkomulagi verður leitað nýrra leiða til að auka nýbreytni og sveigjanleika í skólastarfi. Nýi skólinn mun taka til starfa haustið 2010. Þá verða í honum börn til og með 5. bekk grunnskóla. Áherslur í starfseminni verða listir og lýðheilsa, umhverfismennt og læsi.
Umsækjendur:
Arna Hrönn Aradóttir
Arndís Hilmarsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ásdís Ólafsdóttir
Baldur Garðarsson
Bergljót Kristín Ingvadóttir
Börkur Vígþórsson
Edda Kjartansdóttir
Edda Huld Sigurðardóttir
Elín Þóra Böðvarsdóttir
Guðjón Ragnar Jónasson
Guðlaug Erlendsdóttir
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir
Guðrún Jóna Thorarensen
Guðrún Þórðardóttir
Gunnhildur Harðardóttir
Gunnhildur Una Jónsdóttir
Halldóra Kristín Magnúsdóttir
Hermann Valsson
Hildur Jóhannesdóttir
Hjördís Ýrr Skúladóttir
Jakob Frímann Þorsteinsson
Jóhannes Ágústsson
Jón Rúnar Hilmarsson
Kolbrún Anna Björnsdóttir
Larisa Simanovskaya
Petrína Baldursdóttir
Sesselja Konráðsdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.