Jákvæður rekstur á Skagaströnd
Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 20. maí var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2008 tekinn til síðari umræðu. Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarsjóðs og B-hluta stofnana sýnir 56,3 milljóna króna jákvæða niðurstöðu en það er 53,2 milljónum betri niðurstaða en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur samstæðu námu 429 milljónum og rekstrargjöld, án fjármagnsliða, námu 411 milljónum.
Í skýringum með ársreikningi kemur fram að laun og launatengd gjöld án breytinga á lífeyrisskuldbindingum námu 44,2% af rekstrartekjum og rekstrargjöld án fjármagnsliða námu 95,8% af rekstrartekjum. Að lokinni umræðu og yfirferð samþykkti sveitarstjórn ársreikninginn og áritaði hann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.