Jafntefli í Hveragerði - Hamar 1 - Tindastóll 1

Tindastóll lék sinn þriðja leik í deildarkeppninni á föstudagskvöld þegar liðið lék við Hamar í Hveragerði.  Það var Kristmar Geir Björnsson sem jafnaði fyrir Tindastól á lokamínútum leiksins og tryggði þeim eitt stig.

 

Byrjunarlið Tindastóls var þannig: Gísli Sveins, Konni, Bjarki Már, Stefán Arnar, Pálmi, Árni Einar, Sævar, Árni Ödda, Fanar Örn, Ingvi Hrannar og Fannar Freyr.

 

Það voru hundleiðinlegar aðstæður í Hveragerði, gekk á með miklum rigningarskúrum og töluverðum vindi.

 

Tindastólsmenn hófu leikinn vel og voru töluvert sterkari á fyrstu mínútum leiksins, áttu ágætar sóknir sem þó báru ekki tilætlaðan árangur.  Um miðjan fyrri hálfleikinn skoruðu hinsvegar Hamarsmenn eftir skelfileg mistök í vörn Tindastóls og má segja að þeir hafi fengið markið á silfurfati. 

 

Tindastólsmenn voru ekki alveg sjálfum sér líkir í leiknum og hafa í raun ekki verið það það sem af er móti.  Liðið á mikið inni og nú er bara að vona að það fari að springa út.

 

Kristmar Geir kom inná um miðjan seinni hálfleikinn og breyttist leikur okkar verulega við það.  Það var síðan hann sjálfur sem jafnaði leikinn með góðu marki og má með sanngirni segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð í leiknum.

 

Tindastólsmenn ætluðu sér meira í leiknum en uppskáru aðeins eitt stig.

 

/Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir