Íþróttadagur í Húnaþingi

Hinn árlegi íþróttadagur grunnskólanna í Húnaþingi var haldinn í Grunnskóla Húnaþings vestra að Laugarbakka í Miðfirði fimmtudaginn 25. mars. Heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar.

Nemendur í 7.- 10. bekk hittast og etja kappi saman á þessum degi.  Keppt var í ýmsum íþróttagreinum og má þar nefna knattspyrnu, körfuknattleik, skák, víðavangshlaup, borðtennis og dogeball (brennibolta). Mótið hófst klukkan 14:00 og því  lauk með diskóteki sem stóð til klukkan 22:00.

  • Úrslit urðu þannig: 
  • 1.       Grunnskóli Húnaþings vestra  33,5 stig
  • 2.       Húnavallaskóli                         29,0 stig
  • 3.       Grunnskólinn á Blönduósi        25,0 stig
  • 4.       Höfðaskóli                                22,0 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir