Íslandsmeistaramót í strandveiði
feykir.is
Skagafjörður
16.06.2009
kl. 14.15
Dagana 19. - 20. júní n.k. verður haldið á Sauðárkóki Íslandsmeistaramót í strandveiði og keppt í svokallaðri "roving match" aðferð þar sem keppendur fá ákveðin svæði til að spreyta sig á.
Reglur mótsins eru skýrar en þær eru:
- Mótsreglur eru reglur EFSA sem í gildi eru þegar mótið fer fram nema annað sé tekið fram í reglum þessum. EFSA reglurnar eru hér á eftir á ensku.
- Mótssetning, verðlaunaafhending og lokahóf verður haldið í Tjarnarbæ, félagsheimili hestamanna á Sauðárkróki.
- Mótsstjórn skipa: Skarphéðinn Ásbjörnsson, Helgi Bergsson og Þórir Sveinsson
- Mótið verður haldið fyrir landi Sauðárkróks og á Borgarsandi dagana 19. og 20. júní 2009
- Veitt verður frá kl. 21:00 þann 19.06 til 02:00 þann 20.06 og svo seinni hluti frá kl 09:00 til 14:00 þann 20.06
- Heimilt er að nota tvær stangir hverju sinni. Á aðra stöngina má nota slóða með tveimur krókum en hina má nota einn krók eða spún. Þetta er gert til þess að hægt sé að renna fyrir bleikju eða sjóbirting á meðan beitan liggur frá hinni stönginni.
- Heimilt er að hafa tilbúna varaslóða með beitu á.
- Óheimilt er að vaða sjó upp fyrir hné.
- Veitt verður samkvæmt flökkuaðferð (roving-match) þar sem veiðisvæði eru afmörkuð á korti og er heimilt að veiða innan þeirra svæða.
- Einungis má nota þá beitu sem mótsstjórn úthlutar og ekki má bera aukaefni á beituna. Heimilt er einnig að nota það sem maður sjálfur veiðir sem beitu ef það er ekki notað til stiga.
- Ónotaðri beitu skal í lok fyrri veiðitíma skal skilað til mótsstjórnar og er óheimilt að nota hana seinni veiðitímann.
- Sérhver keppandi er trúnaðarmaður gagnvart næsta keppanda og skal þekkja veiðireglurnar í mótinu.
- Ókunnugleiki á gildandi reglum er ekki tekinn gildur sem afsökun.
- Keppandi skal fá hvern fisk staðfestan á aflaskýrslu með undirskrift næsta keppanda og er ekki heimilt að draga aftur að landi fyrr en það hefur verið gert. Þetta þýðir að keppandi getur ekki farið einsamall langa vegu frá öðrum keppendum nema að tapa dýrmætum tíma.
- Keppandi í sömu sveit má ekki staðfesta fyrir fisk sveitarfélaga síns.
- Undirmálsfiski skal sleppt án tafar. Undirmál allra fiska skal vera 15 cm.
- Keppendur skulu koma með alla sína fiska til staðfestingar skorkorti ef á þarf að halda í lok veiðitíma. Keppendur eiga sína fiska að lokinni keppni.
- Keppandi skal skila vottaðri aflaskýrslu (skorkorti) til mótsstjórnar í lok veiðitíma.
- Gefin eru stig samkvæmt lengd fiska. 1 stig er gefið fyrir hvern byrjaðan sentimeter í lengd fisks. Keppendur sem reyna að auka lengd fisks t.d. með því að teygja þá er umsvifalaust vísað úr keppni. Mótsstjórn metur hvort svo hefur verið gert. Mat mótstjórnar á því er endanlegt.
- Hámarksfjöldi fiska á dag er 10 af hverri tegund.
- 100 stig eru gefin fyrir hverja tegund sem keppandi veiðir.
- Keppandi skal fjarlæga allt rusl sitt og dauða fiska frá veiðistað sínum í lok veiðitíma.
- Mótsstjórn er ekki ábyrg fyrir hugsanlegu tjóni eða skaða sem keppandi verður fyrir í strandveiðimótinu.
- Kærur ef einhverjar verða skulu vera lagðar fram skriflega til mótsstjórnar innan 15 mínútna frá lokum veiðitíma.
- Kærunefnd verður tilnefnd þegar keppendalisti liggur fyrir. Keppendur geta ekki skorast undan því að sitja í kærunefnd.
- Úrslit keppninnar verða birt kl. 17:00 þann 20.06 á tilkynningartöflu í Tjarnarbæ.
- Veitt verða verðlaun fyrir: Þyngsta fisk í hverri tegund, Flestar tegundir Flesta fiska. Fyrsta sæti í tveggja manna sveit Fyrsta sæti í fjögurra manna sveit
Aðalverðlaun verða veitt fyrir stigahæstu einstaklinga mótsins 1. 2. og 3. sæti
Hljóta þeir nafnbótina: Íslandsmeistarar EFSA í strandveiði 2009
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.