Ísland og ímyndir norðursins

Rannsóknarhópur INOR Mynd:Hólar.is

Síðasti vinnufundur rannsóknahópsins INOR eða Ísland og ímyndir norðursins var haldinn á Hólum í Hjaltadal 28.-30. maí 2009. Þetta er annar verkefnisfundurinn í þessum hópi sem haldinn er að Hólum og heppnuðust þeir báðir mjög vel.

 

Það skipti miklu máli að geta komið saman og unnið ótruflað að verkefninu með því að fara í vinnubúðir. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Guðrún Helgadóttir tóku þátt í þessu verkefni af hálfu Háskólans á Hólum og þakka INOR hópnum kærlega fyrir gott samstarf!

Á fundinum var unnið með fyrstu drög að greinum þátttakenda, en stefnt er að því að gefa þær út á bók árið 2010. Fram kom að á síðasta ári voru fluttir tugir fyrirlestra og birtar greinar út frá rannsóknum innan verkefnisins, en þátttakendur starfa við háskóla og rannsóknastofnanir í nokkrum löndum. Þátttakendur voru að vonum ánægðir með árangurinn. Nánar um INOR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir