Ísafold telur hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB

Stjórn Ísafoldar – félags ungs fólks gegn ESB-aðild‚  gagnrýnir harðlega harkalegar aðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Grikklandi og aðför ESB að efnahagslegu sjálfstæði landsins, en það mun bitna harkalega á borgurum þess með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Fulltrúar stærstu ríkja Evrópusambandsins hafa jafnvel gert að því skóna að Grikkland verði gert brottrækt frá evrusvæðinu.  Verði Grikkir ekki við kröfum ESB, mun sambandið taka yfir efnahagsstjórn landsins og stýra eftir eigin geðþótta. Til þess mun sambandið nýta sér ákvæði  126. greinar Lissabon sáttmálans sem heimilar því slíka valdníðslu. 

Stjórn Ísafoldar efast stórlega að Evrópusambandið færi blíðari höndum um Ísland vegna efnahagsvanda Íslendinga, væri  Ísland aðili að Evrópusambandinu. Stjórnin  telur jafnframt að Ísland ætti frekar að marka sér sjálfstæða stefnu á eigin forsendum í stað þess að gefa sig erlendum stórríkjum á vald. Þess vegna telur Ísafold hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Stjórn Ísafoldar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir