Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgar um 18
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.06.2009
kl. 09.29
Íbúum á Norðurlandi vestra hefur fjölgað um 18 á tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. apríl 2009. Mest hefur íbúum fjölgað í sveitarfélaginu Skagafirði eða um 39 íbúa. Íbúafjöldi stóð í stað í Skagabyggð og Húnavatnshrepi en annars staðar fækkaði íbúum.
Mest fækkaði íbúum á Blönduósi eða um 9 íbúa. Í Húnaþingi vestra fækkaði um 3 á Skagaströnd fækkaði um 5 og í Akrahreppi um 4.
Íbúatölur eftir sveitarfélögum þann 1. apríl 2009.
Skagafjörður 4117
Húnaþing vestra 1144
Blönduós 898
Skagaströnd 516
Skagabyggð 102
Húnavatnshreppur 428
Akrahreppur 214
Heimild; Hagstofa Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.