Íbúafundur um umhverfismál í kvöld
Vilt þú hafa áhrif og koma á framfæri hugmyndum þínum um framtíðarsýn í umhverfismálum í Húnaþingi vestra
Sveitastjórn Húnaþings vestra boðar til íbúafundar um umhverfismál í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld og hefst fundurinn klukkan 20:00.
Tilgangur fundarins er að fá fram hugmyndir íbúa um brýnustu viðfangsefnin og framtíðarsýn á sviði umhverfismála í sveitarfélaginu.
Á fundinum gefst íbúum gullið tækifæri til að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum á framfæri.
Húnaþing vestra bindur miklar vonir við þennan fund sem skref í átt að enn umhverfisvænna og mannvænna samfélagi.
Stefán Gíslason og Arnheiður Hjörleifsdóttir frá UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi verða umhverfisnefndinni innan handar við undirbúning og framkvæmd fundarins.
Boðið verður upp á kaffiveitingar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.