Í fyrsta sinn á svið í Skagafirði í 30 ár

 Þrátt fyrir að vera ættaður í Skagafirði hefur Kristján Jóhannsson ekki sungið á sviði hér í firðinum í 30 ár. Ástæðuna segir hann vera skortur á eftirspurn og eða langa búsetu hans erlendis.

Kristján mun koma fram á tónleikum í Miðgarði í kvöld ásamt Alexöndru og stúlknakór hennar. -Prógrammið sem við bjóðum upp á er mjög skemmtileg fyrir almenning enda alþjóðleg blanda laga, útskýrir Kristján aðspurður um hvað bjóða eigi upp á í kvöld. -Ég hlakka til að taka þátt í þessu verkefni enda er ég mjög skotinn í barnakórnum sem gefur þessu skemmtilegan lit þ0kk sé Alexöndru sem að mínum dómi er að gera hér mikið og fórnfúst starf. Það hlýtur að vera spennandi fyrir svæðið að fá hingað svona mikinn músíkant auk þess hve góð söngkona hún er.

Kristján kom í Skagafjörð í gær en deginum hefur hann eytt í rólegheit. -Ég svaf frameftir í morgun og fór síðan í klukkutíma göngutúr alla leið út í Kaupfélag og eins niður á Höfn. Síðan sit ég nú í góðu yfirlæti á Ólafshúsi og er að fá mér sperla með ekta sveitameðlæti, segir stórtenórinn.

Kristján hefur vekið athygli heimamanna en sjálfur segir hann að þeir hafi hægt á sér og  horft ógurlega á þennan mann. -Þeir ættu nú samt að vera vanir þessu fasi enda er ég kominn af Skagfirðingum í báðar ættir. Amma mín frá Glaumbæ og afi úr Hegranesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir