Hvöt - Breiðablik - ALLIR Á VÖLLINN

Okkar menn í Hvöt taka á móti meistaradeildarliði Breiðabliks í 32 liða úrslitum í Visa bikarkeppninni á Blönduósvelli klukkan 19:15 í kvöld.

Í fyrra komst  Hvöt einnig í 32 liða úrslit en datt úr eftir tap á móti Fram á Laugardalsvelli 2-1. Í ár er strákarnir okkar staðráðnir í því að gera betur og ætla sér alla leið í 16 manna úrslit, í það minnsta.

Aðgangseyrir er 1000 kr fyrir eldri en 16 ára, frítt inn fyrir 16 ára og yngri
 
Nú er það bara kæru norðlendingar að fjölmenna á völlnn vígbúin regnfötum og regnhlífum með trommur og herlúðra.
 
Sameinuð stöndum við sterkar... Áfram Hvöt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir