Hvöt á Seltjarnarnesið

Hvöt mun etja kappi við Gróttumenn á morgun á Gróttuvelli á Seltjarnanesinu í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu og hefst leikurinn kl 14.00

Hvatarmenn sitja nú í öðru sæti deildarinnar með 11 stig en í þriðja sæti er Grótta  með 8 stig og má búast við því að þeir vilji öll stigin þrjú sem í boði eru. Næsta víst er að Hvöt láta þau ekki af hendi mótþróalaust  svo allt bendir til þess að hörkuleikur verði milli liðanna syðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir