Hvernig væri að fjölmenna í Síkið?

Úrslitakeppnin í körfubolta er komin á fulla ferð og annað kvöld, nánar tiltekið sunnudagskvöldið 28. mars kl. 19:15, mæta Keflvíkingar í Síkið og takast á við Tindastólsmenn í annarri viðureign sinni. Suðurnesjakempurnar sigruðu fyrsta leikinn í rimmunni og geta með sigri sent lið Tindastóls í sumarfrí.

Stólunum liggur hins vegar ekkert á að komast í frí og munu örugglega með góðum stuðningi áhangenda gera sitt besta til að fresta fríinu.

Lykilatriðið er að fjölmenna í Síkið og blása, stappa og klappa krafti í Stólana. Áfram Tindastóll!!!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir