Hvernig má bæta gæði þorskseiða?

Doktorsnefndin og andmælendur ásamt hinum unga doktor.

Föstudaginn 29. maí   kl. 12.00 – 13.00  mun Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir starfsmaður Matís á Sauðárkróki segja frá helstu niðurstöðum doktorsritgerðar sinnar sem hún lauk nýlega.
Hólmfríður Sveinsdóttir varði doktorsritgerð sína þann 8. maí við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, er fjallaði um rannsókn hennar á breytileika í próteintjáningu þorsklifra með aldri, og sem viðbrögð við meðhöndlun með bætibakteríum og próteinmeltu. Báðir þessir þættir hafa sýnt fram á að hafa jákvæð áhrif á heilbrigði lirfa í eldi sjávarfiska. Rannsóknin miðaði að því að finna prótein sem eru mikilvæg fyrir heilbrigði    þorsklirfa en mikill óskýranlegur lirfudauði hefur verið eitt helsta vandamál þorskeldis í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fyrsta skrefið í uppbyggingu á gagnabanka fyrir próteinmengi þorsklifra. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Raunvísindastofnun HÍ en aðrir samstarfsaðilar voru Háskólinn á Hólum, Hafrannsóknastofnunin og Háskólinn í Aberdeen í Skotlandi. Leiðbeinandi í verkefninu var dr. Ágústa Guðmundsdóttir prófessor við matvæla og næringarfræðideild HÍ.
Málstofan er öllum opin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir