Hvatarmenn slógu KS/Leiftur út úr bikarkeppni KSÍ

Húni segir frá því að Hvatarmenn tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum Visa-bikarkeppninnar í gær er þeir lögðu lið KS/Leifturs að velli í hrein mögnuðum leik á Siglufjarðarvelli. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, eftir fyrri hálfleik framlengingar 1-3 en eftir framlenginguna stóðu leikar jafnir 3-3. Hvatarmenn sigruðu síðan í vítaspyrnukeppni 7-8 og eru í pottinum sem dregið verður úr í hádeginu á morgun í Þjóðarbókhlöðunni.

 

Mörk Hvatarmanna skoruðu þeir Jón Björgvin Hermannsson og Muamer Sadikovic (Mummi) með 2 mörk. Þess skal getið að Nezir markvörður Hvatarmanna varði fyrstu spyrnu heimamanna og það gerði gæfumuninn í gær. Nú er bara að bíða og sjá hvort Hvatarmenn fái aftur úrvalsdeildarlið í næstu umferð líkt og í fyrra eða hvort liðið fær "b-lið" Hvatar og Tindastóls þ.e. utandeildarliðið Carl en með því leika um 10 leikmenn sem á sínum sokkabandsárum léku með Hvöt og Tindastóli. Þar má telja upp þá bræður Hermann og Pétur Arasyni, Sigurð frambjóðenda Ágústsson, Veig Sveinsson, Þorstein Sveinsson, Hallstein Traustason, Stefán "Stebba Lísu" Pétursson, þá bræður Eyjólf og Sverri Sverrissyni, Guðbjart Haraldsson og eflaust fleiri kappa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir