Hvatarmenn á góðri siglingu

Hvatarmenn hafa verið á góðri siglingu í 2. deild karla í knattspyrnu en í gærkvöld tóku Hvatarmenn á móti leikmönnum Hamars frá Hveragerði. Til þess að gera langa sögu stuttu þá lauk leiknum með 6 mörkum heimamanna gegn tveim mörkum gestanna.

 

Hvatarmenn opnuðu markareikning sinn eftir aðeins tveggja mínútna leik með glæsilegu marki frá  Muamer Sadikovic. Gissur Jónasson fylgdi markinu eftir á áttundu mínútu og staða heimamanna orðin 2 - 0. Mörkin í leiknum urðu sem áður segir átta. 

Mörk Hvatar skoruðu þeir Muamer Sadikovic, Gissur Jónasson, Jónas Guðmannsson, Egill Björnsson, Benjamín Gunnlaugarson og Eyjólfur Eyjólfsson en mörk gestanna skoraði Jón Kári Eldon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir