Hvað á leikskólinn að heita?
feykir.is
Skagafjörður
09.04.2010
kl. 09.53
Sæluheimar, Gleðiveröld eða Krakkaborg ? Sveitarfélagið Skagafjörður minnir íbúa á heimasíðu sinni á að frestur til þess að skila inn tillögum að nýju nafni á sameinaðan leikskóla á Sauðárkróki er til 15. apríl n.k.
Tillögum skal skilað undir dulnefni, en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi. Tillögum má skila í afgreiðslu Ráðhússins á Sauðárkróki
Verðlaun eru í boði fyrir bestu nafngiftina en ekki fylgir sögunni hver verðlaunin eru. Kannski bara niðurfelling á leikskólagjöldum hver veit?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.