Húnavershátíð um næstu helgi

Um næstu helgi verður blásið til mikillar hátíðar í Húnaveri en þá ætlar Félag harmonikuunnenda í Skagafirði F.H.S. og Harmonikuunnendur Húnavatnssýslna H.U.H. að hittast og gleðjast saman.

 

Það kostar aðeins 4000 á mann að vera frá föstudegi til sunnudags á tjaldstæðinu, tveimur dansleikjum og smá prógrami kl. tvö á laugardag.

Kaffihlaðborð ca. kl. þrjú laugardag selt sér. Það er alltaf fjör og gaman í Húnaveri,

og allt gott fólk velkomið. Þetta er fyrsta harmonikuhátíðin á landinu á hverju sumri, segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir