Húnavatnshreppur hafnar aftur og enn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.03.2010
kl. 10.10
Hreppsnefnd Húnavatnshrepps hefur hafnað erindi Vegagerðarinnar um veglínu á nýjum stofnvegi, Húnavallaleið, milli Brekkukots í Húnavatnshreppi og Skriðulands í Blönduósbæ.
Var sveitarstjóra falið að svara erindinu og vísa til greinargerðar í aðalskipulagi Húnavatnshrepps
2010-2022, þar sem erindinu hafði áður verið hafnað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.