Hollvinir Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki

Enn er hægt að gerast stofnfélagi í Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Sérstök athygli er vakin á því að þeir sem rituðu nafn sitt á  undirskriftalistann sem afhentur  var ráðherra á útifundinum eru ekki sjálfkrafa skráðir sem félagar í  Hollvinasamtökunum. 

Þeir sem einnig vilja vera í samtökunum er bent á að skrá sig sem allra fyrst með því að rita nafn sitt á hlekk Hollvinasamtakanna á forsíðu Feykis.is. Gert er ráð fyrir því að listi með nöfnum félaga ásamt ályktun samtakanna verði send ráðherra n.k. föstudag. Ályktunin verður birt á Feykir.is og í prentmiðlinum Feyki n.k. fimmtudag. Nánari upplýsingar veita Helga Sigurbjörnsdóttir í síma 8685381og Herdís Á Sæmundardóttir í síma 8976618.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir