Hólamenn selja hluta hrossa sinna

Hrossin sem eru til sölu hafa verið notuð með góðrum árangri í kennslu á Hólum.

Hólaskóli, Háskólinn á Hólum óskar á heimasíðu sinni eftir tilboðum í hross í eigu skólans. En skrifleg tilboð í hrossin þurfa að berast skólanum í síðasta lagi 19. júní næstkomandi.

 

Hrossin eru ekki af lakara taginu en þau eru:

Bragi frá Hólum - IS1999158304
Litur: grár
F: Gustur frá Hóli
M: Birta frá Hólum

Lýsing: Verðlaunaður gæðingur. Keppnishestur í fremstu röð sem hefur náð frábærum árangri í töltkeppni. Hefur unnið til fjölmargra verðlauna á stórmótum. Varð m.a. í 5. sæti í tölti Íslandsmóti 2006 (einkunn: 7,83) og 4.sæti í tölti á Íslandsmóti 2007 (einkunn 7,83).
Blika frá Hólum - IS2002258316
Litur: grá
F: Töfri frá Selfossi
M: Björk frá Hólum

 

 

 

Lýsing: Hágeng klárhryssa með 7,73 í aðaleinkunn.
Ester frá Hólum - IS1994258305
Litur: moldótt
F: Asi frá Brimnesi
M: Eldey frá Hólum

Lýsing: Margverðlaunað skeiðkappreiðahross í fremstu röð. Hefur orðið Íslandsmeistari í 100 metra skeiði, auk fjölmargra annara verðlauna í skeiðgreinum. Hefur unnið til gulls, silfurs og brons á Íslandsmótum (100m og 250m) og silfurs og brons á landsmótum (100m og 250m). Besti tími í 100 metra skeiði er niðurundir 7,21.
Hetja frá Hólum - IS1997258310
Litur: brún
F: Kormákur frá Flugumýri
M: Þröm frá Hólum

Lýsing: 1. verðlauna hryssa með 8,02 í aðaleinkunn.
Þekla frá Hólum - IS1998258301
Litur: rauðtvístjörnótt
F: Logi frá Skarði
M: Þrenna frá Hólum

 

 

Lýsing: Klárhryssa undan heiðurverðlaunahryssunni Þrennu frá Hólum. Skólahestur og fjórgangskeppnishryssa.
Brimar frá Hólum - IS1998158304
Litur: rauður
F: Logi frá Skarði
M: Birta frá Hólum

Lýsing: Skólahestur.
Bjartur frá Hólum - IS1994158301
Litur: Albínói
F: Vafi frá Hólum
M: Blíða frá Hólum

Lýsing: Skólahestur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir