Helgi Freyr semur við Tindastól
Helgi Freyr Margeirsson hefur ákveðið að halda áfram að leika með Tindastóli í Iceland Express deildinni á næsta tímabili. Gengið var frá samningum þess efnis um helgina.
Helgi Freyr gekk í raðir Tindastóls eftir áramótin, en hafðí þar á undan leikið í nokkur ár í Danmörku með úrvalsdeildarliðinu Randers. Helgi bætist í hóp þeirra leikmanna sem samið hafa við Tindastól fyrir næsta tímabil og greint hefur verið frá hér á síðunni undanfarið, en von er á frekari fréttum af leikmannamálum á næstunni.
Helgi lék 7 leiki með Tindastóli í Iceland Express deildinni eftir áramótin, skoraði 12.3 stig að meðaltali í þeim og hressti mikið upp á leik liðsins. Hann mun senn hefja störf í Landsbankanum á Sauðárkróki.
Meistaraflokkurinn hóf styrktaræfingar í byrjun júní en hið eiginlega undirbúningstímabil hefst síðan 1. ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.