Helga Rós með einsöngshlutverk í Don Carlo

Skagfirska sópran söngkonan Helga Rós Indriðadóttir fer með hlutverk Elísabetar í óperunni Don Carlo eftir Verdi sem verður frumsýnd í Hörpu eftir tæpa viku. Er þetta í fyrsta sinn sem Helga Rós fer með einsöngshlutverk hjá Íslensku óperunni en hún starfaði um árabil í Óperunni í Stuttgart í Þýskalandi.

Helga Rós býr á æskuslóðum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og hefur eftir heimkomuna frá Þýskalandi m.a. starfað við Tónlistarskóla Skagafjarðar, stýrt Karlakórnum Heimi og tekið þátt í og skipulagt ýmsa tónlistarviðburði.

Helga lauk námi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1996. Það var ekki síst fyrir tilstilli söngkennara hennar við þann skóla, Sieglinde Kahmann, sem Tónlistarháskólinn í Stuttgart varð fyrir valinu hjá Helgu Rós. Þar stundaði hún nám við óperudeild skólans og lauk námi þaðan árið 1999.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir