Tilkynning frá Skíðadeild Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.01.2025
kl. 15.26
Margir hafa furðað sig á því af hverju Skíðasvæði Tindastóls sé ekki búið að opna fyrir skíðavina sína því ekki er vöntun á snjónum um þessar mundir. Rétt í þessu kom tilkynning frá formanni skíðadeildarinnar, Helgu Daníelsdóttur sem segir;
Vegna fjölda fyrirspurna vill skíðadeild Tindastóls koma eftirfarandi á framfæri. Því miður hefur ekki verið hægt að opna skíðasvæðið þar sem ekki hefur tekist að ganga frá rekstrarsamningi milli skíðadeildarinnar og sveitarfélagsins. Á meðan ekki hefur verið gengið frá samning sér skíðadeildin sér því miður ekki fært að hafa svæðið opið og uppfylla um leið þær öryggiskröfur sem fylgja þarf. En sú vinna er í fullu gangi.
Ég held við getum öll verið sammála henni með lokaorðin en þar segir hún..
Vonandi nást samningar sem fyrst svo hægt verði að opna svæðið og við komumst á skíði í vetur.
Fyrir hönd skíðadeildar Tindastóls.
Helga Daníelsdóttir, Formaður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.