HSN tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd í maí

Mynd tekin af skagastrond.is
Mynd tekin af skagastrond.is

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025. Er þetta samkvæmt ákvörðun fyrrum heilbrigðisráðherra Willums Þórs í kjölfarið á uppsögn Félags- og skólaþjónustu A-Hún bs. á samningum um rekstur heimilisins. Rekstur heimilisins hefur þyngst á undanförnum árum og verið dragbítur á rekstri þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum hafa staðið, segir á heimasíðu Skagastrandar. 

Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekur um 200 hjúkrunar- og sjúkrarými á Norðurlandi þ.m.t. á Blönduósi og Sauðárkróki. Fellur starfsemi Sæborgar því vel að starfsemi stofnunarinnar. Búast má við faglegri samlegð með yfirfærslu hjúkrunarheimilisins yfir til HSN. Munu starfsmenn þar fá aðgang að öflugri fagmenntun og upplýsinga- og gæðakerfum HSN. Öllum starfsmönnum verður boðin áframhaldandi vinna hjá HSN. Ekki er fyrirhuguð veruleg breyting á starfsemi heimilisins frá því sem nú er. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir