Heilun til að safna fyrir viðgerðum

Viðamikilla viðgerða er þörf á húsi Sálarrannsóknarfélagsins að Skagfirðingabraut 9A og til að safna fyrir viðgerðum ætlum við að bjóða upp á heilun til styrktar viðgerðunum.
 
Laugardaginn 25. janúar nk. verður boðið upp á heilun í húsi félagsins frá kl 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00.
 
Hver tími er 40 mínútur. Lágmarksgjald fyrir hvern tíma er kr. 8.000 og rennur öll innkoman til viðgerða á húsinu . Heilarar eru fjórir félagsmenn, Einar, Karsten, Rósa og Þórdís.
 
Skráning á viðburðinn fer fram í einkaskilaboðum á Facebook síðu félagsins eða í síma 868 5670 á fimmtudögum frá 17:00 til 19:00.
Við hvetjum félagsmenn og aðra, til að nýta sér viðburðinn og um leið að styrkja félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir