Helga Margrét Norðurlandameistari

Mynd:Frí.is

Helga Margrét Þorsteinsdóttir varð Norðurlandameistari í sjöþraut kvenna á NM unglinga á Kópavogsvelli sem fram fór um helgina. Helga keppti í flokki 18-19 ára og bætti íslandsmet sitt um 197 stig, hlaut samtals 5721 stig og varð 792 stigum á undan næstu stúlku, sem var Sabine Winqvist frá Svíþjóð með 4929 stig.  

 

 

 

Helga Margrét stökk 5,49m í langstökki í dag, kastaði spjótinu 42,32 metra og hljóp að lokum 800m á 2:18,96 mín. Þessi árangur Helgu Margrétar er aðeins 179 stigum frá lágmarki fyrir HM fullorðina í ár. Í þriðja sæti í 18-19 ára aldursflokki varð Katrine Haaklan frá Finnlandi með 4872 stig.

 

/Fri.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir