Helga Margrét á Smáþjóðaleikunum
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
02.06.2009
kl. 10.07
Í gær 1. júní voru Smáþjóðaleikarnir 2009 settir á Kýpur og munu þeir standa út laugardaginn 6. júní. Frjálsíþróttasamband Íslands valdi 20 manns til að keppa á leikunum og meðal þeirra er Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem æfði og keppti með USVH á sínum yngri árum.
Helga mun keppa í sex greinum, en þær eru: 100m grindarhlaup, hástökk, spjótkast, kúluvarp og svo boðhlaupsgreinarnar 4*100m og 4*400m. Þessar greinar eru á dagskrá í dag, og síðasta dag leikanna, laugardaginn 6. júní.
Á vefsíðu Smáþjóðaleikanna má fylgjast með úrslitum frjálsíþrótta, með því að smella HÉR, og þess má geta að RÚV sýnir beint frá leikunum frá og með þriðjudeginum 2. júní
/Norðanátt.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.