Helga á Norðurlandsmeistaramóti unglinga í fjölþrautum

Nú um næstu helgi fer fram Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþrautum á Kópavogsvelli. Keppt er í þremur aldursflokkum í tugþraut karla og í sjöþraut kvenna, 17 ára og yngri, 18-19 ára og 20-22 ára.

 

Fyrir Ísland keppa þrettán einstaklingar og hefur Helga Margrét Þorsteinsdóttir verið valin til að keppa í aldursflokknum 18-19 ára.

 

Dagskrá greinanna hjá Helgu er eftirfarandi:

 

 

 

Laugardagur

Kl. 10:25 – 100m. grindahlaup

Kl. 11:10 – Hástökk

kl. 14:45 – Kúluvarp, 4,0kg.

kl. 15:40 – 200m. hlaup

 

Sunnudagur

Kl. 11:15 – Langstökk

kl. 13:30 – Spjótkast, 600gr.

kl. 14:35 – 800m. hlaup

 

/Norðanátt.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir