Heita vatnið flæðir

Tjón varð hjá Skagafjarðarveitum í dag þegar rör í einni borholu heita vatnsins á Sauðárkróki fór að leka. Myndaðist mikil gufa upp af staðnum.
Bilunin  er rakin til tæringar á rörinu og streymir heitt vatn nú út í nærliggjandi skurði. Ekki er hægt að skrúfa fyrir rennslið en reynt er að létta á þrýstingi holunnar með því að hleypa vatni út í öðrum holum. Vatnið kemur sjálfrennandi úr holunum og því engar dælur til að slökkva á.
Ekki mun þetta hafa áhrif á neysluvatn íbúa Króksins þar sem mun meira vatn er í framboði en sem nemur eftirspurn. Verið er að vinna að viðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir